Kristmann Guðmundsson
Nafn Kristmanns Guðmundssonar (1901–1983) var á hvers manns vörum í Noregi kringum 1930 þar sem fyrstu skáldsögur hans birtust. Þær voru þýddar á meira en þrjátíu tungumál á 4. áratug síðustu aldar og víða gefnar út aftur og aftur.